Kennarinn og kreppan
22.01.2009
Kennarasamband Íslands verður með fund fyrir félagsmenn sína í FSu í kvöld, fimmtudaginn 22. janúar kl. 20:00
Fundarefni verður:
Eiríkur Jónsson og Elna Katrín Jónsdóttir fjalla um hlutverk stéttarfélaga í því ástandi sem nú ríkir.
Oddur S. Jakobsson fjallar um kreppuna og áhrif hennar á kjaramál.
Erna Guðmundsdóttir fjallar um helstu reglur sem gilda í kjarasamningum og Ingibjörg Úlfarsdóttir fjallar um ýmis réttindi félagsmanna. Í lok fundarins verður boðið upp á umræður og almennar fyrirspurnir.
Nánari upplýsingar um fundinn er hægt að finna á heimasíðu Kennarasambandsins ki.is