Kennsla hafin
12.01.2015
Nú er kennsla hafin og nemendur mættir af krafti til starfa. Skoða má tímasetningar helstu viðburða í skólanum á vorönn í skóladagatali sem sjá má hér til hliðar á síðunni. Nemendur sem nota strætó eru beðnir um að panta sér kort á skrifstofunni sem allra fyrst. Nánari upplýsingar um kortin má finna hér til hliðar á heimasíðunni.Myndin er af sigurliði Flóafárs liðins árs, en Flóafár er fastur liður á dagskrá vorannar. Myndina tók Örn Óskarsson.