Kennsla hefst á ný!

Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Það þýðir að skólastarf hefst á ný í FSu eftir helgi. 

Kennarar mæta á mánudaginn, dagurinn verður nýttur í endurskipulagninu skólastarfsins, endurskoða námsáætlanir, undirbúning kennslu og fleira. Kennsla í akademíum og á hestabraut verður samkvæmt stundaskrá.

Kennsla hefst á þriðjudaginn 3. desember með fundi skólameistara með nemendum á sal kl. 8:15. Strax eftir fundinn hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Kennt verður samkvæmt óbreyttri stundaskrá til og með 20. desember. Brautskráningu hefur þegar verið frestað fram yfir áramótin. Ný dagsetning verður tilkynnt fljótlega.