Keppni lokið í Gettu betur
20.01.2015
Lið FSu varð að lúta í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja í seinni umferð Gettu betur á Rás 2 í gær. Lokaúrslit urðu 21-16, en lengi vel var mjótt á munum og munaði aðeins einu stigi á liðunum eftir hraðaspurningar. 8 liða úrslit Gettu betur hefjast á RÚV 28. janúar.