Kerfisstjóri í heimsókn
29.10.2010
Föstudaginn 29. október kom kerfisstjóri frá Iðnskólanum í Hafnarfirði, Garðar Þór Ingvarsson, í heimsókn í FSu. Erindi Garðars var einkum að kynna sér Moodle námsumhverfið og útfærslu FSu á því og leiddu Ragnar Geir og Kristín Runólfs hann í allan sannleika um það mál. Einnig notuðu Garðar og Ragnar Geir tækifærið til að bera saman bækur sínar um tölvukerfismál skólanna.