Kettir og Kóran úr Indíaför
10.01.2010
Jón Özur Snorrason, stundum nefndur Jón Indíafari, skilaði sér nýverið úr Indlandsferð. Heim kominn færði hann skólameistara tvo forláta kasmírketti í safnið, en hinn ráðsetti Katchaturian hafði orðið höfðinu styttri með dularfullum hætti á síðustu önn. Auk kattanna færði Jözur skólanum Kóraninn á torræðu letri og er ritið nú er til nákvæmrar rannsóknar á kennarastofunni.