Kínaáfangi á vorönn
Við upphaf þessarar annar er boðið upp á nýjung við FSu. Boðið er upp á áfanga um Kína þar sem lögð er áhersla á grunninn í mandarín og yfirlit yfir sögu Kína. Tveir kennarar sjá um áfangann, Ingunn Helgadóttir sér um kínverskukennslu og Tómas Davíð Ibsen Tómasson kennir sögu Kína. Fjöldi nemenda valdi þennan áfanga og eru tveir hópar í þessum áfanga. Leitast verður við að skoða Kína frá víðu sjónarhorni, en staldra við á mikilvægum augnablikum í sögunni. Einnig munum nemendur kynnast menningu Kína og læra grunninn í mandarín, sem er hið opinbera tungumál í Kína. Kennt verður í 6 tveggja vikna lotum og að lokum munu nemendur vinna lokaverkefni þar sem þau nýta sér þekkingu úr hvorum hlutanum (sögu og máli).
Bæði nemdur og kennarar eru spenntir fyrir önninni og eru þau þegar farinn að taka til hendinni eins og má sjá á meðfylgjandi mynd.