Kórfréttir

Kór FSu hóf vetrarstarfið með því að skella sér  í skautaferð í Egilshöll í Reykjavík.  Ferðin var feikna skemmtileg og sýndu nemendur og kennarar snilldartakta á svellinu sérstaklega var eftir því tekið hvað Ölli kórstjóri og Tóta framkvæmdastýra höfðu engu gleymt. Ferðin endaði svo með veglegri pizzaveislu.

Í október var haldið í æfingabúðir að þessu sinni alla leið í Hveragerði. Æfingar hófust á föstudegi í grunnskólanum í Hveragerði og æft fram á kvöldið. Kvöldmatur var snæddur og svo hófst kvöldvakan með metnaðarfullum atriðum er slógu í gegn sem og maraþon leikriti eða spuna er stóð í rúma 3- 4 klukkustundir. Hópurinn gisti í skólanum og var ræs snemma og byrjað að æfa á  nýjan leik til hádegis. Allir sameinuðust um að taka til og ganga frá og heldu síðan glaðir heim á leið um eittleytið. Við erum afar þakklát grunnskólanum í Hveragerði og þeim er þar stjórna en þau léðu okkur húsnæði sitt okkur alveg að kostnaðarlausu.

26. nóvember hélt kórinn tónleika í Heilsustofnun NLFÍ  í Hveragerði við afar góðar undirtektir og var gerður góður rómur af söng kórsins.

6. desember syngur kórinn á aðventutónleikum í Selfosskirkju ásamt fleiri kórum og listmönnum og svo auðvitað við brautskráningu skólans þann 19. desember.

Margt spennandi er framundan á vorönn og má þar nefna vísnakvöld í febrúar, tónleika í mars, vorferð innanlands í apríl og ýmislegt fleira er fellur til. Við hvetjum að lokum alla er hafa gaman af söng að skrá sig í kórinn og taka þátt í skemmtilegu starfi með sérlega skemmtilegu fólki.

Kveðja,

Stjórn kórs Fsu