Kórinn fer á flakk
Kór Fsu er nýkomin heim úr velheppnaðri Dublinarferð. Góð og skemmtileg stemming ríkir í hópnum og allir í feikna söngformi.
Í fyrra heimsótti kórinn Dvalarheimilið á Selfossi en vill nú gera enn betur og var því ákveðið að taka rúntinn 2. Maí og heimsækja Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll og koma við öllum dvalarheimilum er við finnum á þessari leið og syngja fyrir heimilsfólkið. Kórinn mun syngja nokkur lög á hverjum stað og taka síðan nokkur fjöldasöngslög með öllum.
Okkur finnst þetta einkar skemmtilegt og gefandi og hefur ávalltverið tekið vel og hlýlega á móti okkur hvar sem við komum þegar við höfum heimsótt þessa staði.
Það er von okkar í kórnum að þessar ferðir og heimsóknir verði að árlegum viðburði og hefð.
Við hlökkum til.
Stjórn Kórsins