Kórinn í æfingabúðum
Kór FSu fór í kórbúðir í mánuðinum, þau eyddu kvöldstund og gistu í félagsheimilinu Heimaland. Kórinn æfði sig í bítlalögum enda eru stórir tónleikar framundan með lögum eftir þá snillinga. Til að hrista betur kórmeðlimi saman var ákveðið að skipta þeim í fjóra minni hópa og leyfa þeim að kynnast betur. Þau fengu nokkur þrautir til að keppa á móti hinum hópunum og síðar yrði ráðin úrslit um besta hópinn. Hóparnir voru nefndir Djúpúðga, Ormstunga, Skarphéðinn og Langbrók eftir þekktum forfeðrum okkar. Þrautirnar voru margvegi fyrst var gáð hvaða hópur gæti leyst mannflækjuna sem þau gerðu innan hópsins. Síðan fengu þau að spreyta sig í að búa til frumlegt hróp fyrir hópinn sinn og síðan leikatriði með sérstöku þema eins og hvernig væri ef Ólafur Ragnar færi í American Idol eða Stefán Þorlei...fs væri í Spaugsstofunni o.fl. Síðast en ekki síst fengu hóparnir að spreyta sig í latneskri sálmagerð, þá fengu þau hver sína latnesku setningu og áttu að búa til raddaða laglínu með. Krakkarnir náðu furðuvel að standast þessar þrautir og þar sem tæknin er orðin svo mikil í dag er þetta allt komið inná internetið. Kórinn kom mörgu í verk þennan sólarhring sem þau eyddu saman í búðunum, þau fóru í feluleik, hinn árlega draugasagan var sögð að hætti Stefáns kórstjóra og síðast en ekki síst bökuðu þau pönnukökur fyrir hvort annað að miðnætti. Á leiðinni heim voru úrslitin upplýst og var það Ormstunga sem sigraði í þetta sinn, nú er spennandi hverjir vinna næst en vonandi fá hóparnir að spreyta sig í næstu æfingarbúðum.
Hér má sjá sálmabrot sem samið var af kórfélögum: http://youtu.be/YasrRwi8oVY