Kósídagar í FSu
Nýliðin vika var kósívika í FSu, en í janúar er þemað stressleysi og notalegheit. Starfsfólk og nemendur voru beðnir um að taka þátt í að búa til notalegt andrúmsloft. Miðvikudagurinn 21. Janúar var svo kósídagur þar sem allir voru hvattir til að koma í náttfötum eða öðrum þægilegum fatnaði. Kveikt var á útikertum við alla innganga og öll ljós höfð slökkt á göngum og í miðrými. Boðið var upp á slökun í upphafi dags og spiluð róleg og notaleg tónlist allan daginn. Nemendafélag bauð upp á kakó og kleinur í fundargati. Kennarar voru beðnir um að lágmarka notkun internets í kennslu og helst að vera ekki með próf. Dagurinn tókst með ágætum og virtust flestir vera slakir og ánægðir í sínum daglegum störfum.
Á myndunum má sjá kennarana Hrefnu Clausen, Ragnheiði Eiríksdóttur og Guðbjörg Grímsdóttur í notalegheitum á kaffistofu kennara, morgunslökun á kósídegi og nemendur í eðlisfræði með popp og kók að horfa á mynd um geiminn.