KRAFTMIKIÐ SKÁKMÓT Á KÁTUM DÖGUM

Á Kátum dögum 1. til 3. mars síðastliðinn var haldið skákmót FSu og fór það afar vel fram og var sérlega skemmtilegt. Þátttaka nemenda var prýðileg en átján nemendur mættu til leiks. Sigurvegari varð að lokum Gísli Unnsteinsson sem fær nafn sitt letrað á farandbikar sem geymdur verður í glerskáp í miðrými skólans.

Mótið var í heildina „gríðarlega spennandi” að sögn umsjónarmanns Ægis Sigurðssonar kennara „og óhætt að fullyrða að margir góðir skákmenn leynast meðal nemenda skólans.” Að lokum skal það tekið fram að fjögur efstu sætin skipuðu Gísli Unnsteinsson, Matthías Máni Elíasson, Sigurður Hjaltason og Tristan Magni Hauksson sem sjá má á myndinni sem fylgir.

æs / jöz