Kristín er dúx FSu
Kristín Ólafsdóttir er dúx FSu á vorönn 2021. 101 nemandi brautskráðist laugardaginn 22. maí, í óhefðbundinni brautskráningu. Vegna samkomutakmarkana var brottfarendum skipt niður í tvo hópa og tvær athafnir fóru fram kl. 11 og kl. 13:30. Báðum athöfnum var streymt á netinu.
Kristín Ólafsdóttir, Lýdía Líf Aronsdóttir og Guðný Von Jóhannesdóttir hlutu viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu.
Kristín hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og dönsku. Lýdía Líf hlaut að auki viðurkenningar fyrir afbragðs árangur í félagsgreinum, ensku, íslensku og stærðfræði. Guðný Von hlaut að auki viðurkenningar fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, íslensku og sögu.
Gígja Marín Þorsteinsdóttir hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir frábæra frammistöðu á stúdentsprófi. Gígja hlaut einnig viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu félagslífs skólans.
Sveinn Bergsson hlaut viðurkenningu fyrir metnað og frábæran árangur í vélvirkjagreinum. Jón Ingi Guðfinnsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum. Arney Ólöf Arnardóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur á hestalínu. Kristrún Júlía Halldórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í hönnun og textíl. Elísabet Erla Birgisdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í matreiðslu. Oliver Gabriel Figlarski hlaut viðurkenningar fyrir frábæran árangur í náttúrufræðigreinum og stærðfræði. Sigurbjörg Steinarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Brynjar Gísli Stefánsson hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í húsasmíði. Kristófer Agnarsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi áhuga og dugnað í hönnun, textíl og trésmíði.
Á myndinni eru þær Guðný Von Jóhannesdóttir, Lýdía Líf Aronsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ásamt skólameistara.
Fleiri myndir frá brautskráningu má sjá hér.