KÚBÍSKUR KRAFTUR Í MYNDLIST
Mikil gróska er myndlistardeild FSu og örsýningar frá nemendum hinna ýmsu áfanga prýða gjarnan ganga skólans þegar líða fer á annirnar. Um þessar mundir hanga uppi verk eftir nemendur á 3. þrepi í myndlist. Áfanginn kallast Mismunandi stílar - tímabilið 1850-1930. Í áfanganum eru nemendur kynntir fyrir þessum upphafsárum nútíma myndlistar og þeim fjölmörgu stílafbrigðum sem spruttu upp á þessu tímabili.
Verkin á núverandi sýningu eru úr verkhlutanum Kúbísk kyrralífsmynd en kúbismi er stíll sem kom frá á sjónarsviðið upp úr 1907 til 1908 og ásamt expressjónisma gjarnan kallaður fyrsta afstrakt stefna 20. aldarinnar. Margir þekkja þá sem oftast er nefndur í þessum stíll en það er Pablo Picasso (1881 – 1973) og Georges Braque (1882 – 1963). Myndefni kúbisma er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, forgrunnur og bakgrunnur renna gjarnan saman og í raun má segja að þó unnið sé fígúratíft sé allt gert til að forðast raunsæi.
Nemendur fengu kynningu á stílnum en kynntu sér einnig á sjálfstæðan máta dýpra einkenni hans og stilbrigði. Myndefnið átti að vera uppstilling eða svokölluð kyrralífsmynd og þau sjálf völdu hluti og stilltu upp fyrir mótífið. Þeir þurftu að vinna myndirnar með einhverjum af eftirtöldu efniviði, einum sér eða í bland: Blek, þurrpastel, kol, túss og dagblaðaklippur. Nemendur taka myndir af verkferlinum og enda svo á að gera stutta greinargerð um efni og innihald verksins ásamt að gefa því heiti.
Útkoman er virkilega þess virði að berja augum en þessar myndir, ásamt fjölmörgum öðrum fyrirmyndar verkum úr öðrum verkhlutum sama áfanga verða til sýnis í opin beru rými seinna á árinu og verður auglýst þegar nær dregur.
ár / jöz