Kvennafrídagurinn 2016
09.11.2016
Konur lögðu niður vinnu í skólanum á kvennafrídaginn í gær kl.14:38 til að sýna samstöðu og vekja athygli á launamuni kynjanna. Hluti hópsins hittist á Hótel Selfoss til að ræða málin. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.