Kvöldskóli eftir áramót
28.10.2024
Frá vorönn 2021 hefur verið boðið upp á nám í kvöldskóla við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í byrjun voru tvær námsbrautir í boði, húsasmíðabraut og rafvirkjabraut. Nemendur á þessum brautum luku svo námi sl. vetur.
Í kjölfarið var ákveðið að bjóða upp á nám í pípulögnum og stunda nú þrír hópar nám á þeirri braut.
Til stóð að bjóða upp á rafvirkjun í kvöldskóla aftur eftir áramót en nú er ljóst að svo verður ekki.
Vonir standa þó enn til þess að geta boðið upp á nám í rafvirkjun í kvöldskóla næsta haust (2025) og verður það kynnt betur næsta vor.