Kvöldskóli FSu hafinn
12.01.2021
Á vorönn er boðið upp á nám í húsasmíði og rafvirkjun í kvöldskóla í FSu og hófst kennsla mánudaginn 11. janúar. Aðsókn í námið er mjög góð og eru hópar fullir.
Nemendur ljúka áföngum fyrstu annar á viðkomandi brautum. Önninni er skipt í tvær lotur og eru 2-3 áfangar kenndir í einu.