Kynning á fyrirtækjum í viðskiptaensku
Nemendur í viðskiptaensku (ENSK3ÞC05) héldu nýverið opna kynnngu á stóru lokaverkefni í áfanganum. Verkefnið snýst um að vinna í hóp og búa til nýtt fyrirtæki frá grunni, funda vikulega og gera áætlanir og formlegar fundargerðir, vinna viðskiptaáætlun, hanna logo, slagorð og auglýsingar, undirbúa og framkvæma starfsmannaviðtöl og margt fleira. Allt efni og umræður fara fram á ensku, auðvitað. Nemendur hafa unnið að verkefninu jafnt og þétt undanfarna þrjá mánuði. Hugmyndaauðgin er mikil og urðu til sex fyrirtæki. Þarna mátti finna ferðaskrifstofu, lyfjafyrirtæki, fjárfestingarbanka, auglýsingastofu og bolaframleiðsfyrirtæki í tengslum við tölvuleiki. Nöfnin á fyrirtækjunum voru líka skemmtileg og frumleg og má meðal annars nefna nöfn eins og Spotlight, Cervos, Journey of happiness svo eitthvað sé nefnt. Nemendur lögðu mikið í kynningarnar, bjuggu til heimasíður, bæklinga, prentuðu boli og útbjuggu sýnishorn af vörum. Kennari er Guðfinna Gunnarsdóttir.