Kynning frá Blindrabókasafni
18.02.2010
Á kennarafundi miðvikudaginn 17. febrúar kynnti Lena Dögg Dagbjartsdóttir þjónustu Blindrabókasafnsins, sem er mikil og margvísleg. Kom fram í kynningu Lenu Daggar að þjónusta safnsins við lesblinda fer sívaxandi. Skýringin kann að vera umræða og vaxandi skilningur í þjóðfélaginu á þörfum þessa hóps, en einnig bætt tækni og þjónusta sem skilar sér í því að fleira nýta hana.