Kynning frá Kvennó

Fundur stjórnenda þrískólanna (FVA, FS og FSu) var haldinn á Café Loka sl. mánudag. Á fundinn komu stjórnendur Kvennaskólans og kynntu nýtt námsskipulag sem tekið var upp nú í haust í 1. bekk. Hægt verður að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Prófið er 200 nýjar framhaldsskólaeiningar. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er styrkt af menntamálaráðuneytinu. Hægt er sjá upplýsingar um nýja námsskipulagið á heimasíðu Kvennaskólans: www.kvenno.is undir námið-nýtt.