Kynning frá Rauða krossinum

Þriðjudaginn 9. nóvember kom Hrafnhildur Sverrisdóttir frá Rauða kross Íslands í heimsókn í tíma hjá hópum í  FÉL 313 (félagsfræði þróunarlanda) með kynningu um Genfarsamningana og hjálparstarf Rauða krossins á stríðsátakasvæðum.  Genfarsamningarnir fjalla um þau mannréttindi sem gilda í stríðsátökum,  um það hvað er í raun leyfilegt í stríði og hvað flokkast sem stríðsglæpir.  Kynningin þótti fróðleg. Sjá má viðtal við Hrafnhildi um reynslu hennar af hjálparstarfi á Haiti hér.