Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema
Þriðjudaginn 30. ágúst. verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema. Fundurinn hefst kl.20 við sal skólans.
DAGSKRÁ foreldrakynningar þriðjudaginn 30. ágúst 2016 kl. 20
Foreldrar boðnir velkomnir í gryfjunni – Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari
Stofa 106
Formaður nemendaráðs kynnir viðburðadagatal nemendafélagsins
Sviðsstjóri kynnir námsframboð Fsu samkvæmt nýrri námsskrá
Námsráðgjafar fara yfir sitt hlutverk og þá þjónustu sem þeir veita.
Kaffihlé
Fulltrúi foreldraráðs gerir grein fyrir starfi stjórnar og fær fulltrúa nýnema í stjórn.
Verkefnið Skólinn í okkar höndum kynnt og félagslífsfulltrúi kynna sín verkefni
Foreldrar hitta Braga-kennara í kennslustofum þar sem þeir fara yfir eftirfarandi:
? Hlutverk sitt
? Mætingareglur Fsu
? Sýna foreldrum hvernig þeir nota Innu og Moodle
Námsráðgjafar verða til viðtals fyrir þá sem vilja í stofum 309 og 311.