Kynningarfundur fyrir forráðamenn og foreldra nýnema
13.09.2015
Þriðjudaginn 15. september, verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema. Fundurinn hefst kl.20 í sal skólans.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Aðstoðarskólameistari býður foreldra/forráðamenn velkomna og segir nokkur orð
2. Fulltrúi nemenda félags FSu kynnir starfsemina
3. Áfangastjóri kynnir nýja námsskrá
4. Námsráðgjafar gera grein fyrir starfi sínu og þjónustu
5. Skólinn í okkar höndum/félagslíf/forvarnir - kynning
6. Umsjónarkennarar hitta foreldra og forráðamenn og kynna nýtt umsjónarkerfi, Moodle kennsluvef, Innu og mætingarreglur.
Boðið verður upp á kaffiveitingar.