Lagakeppni FSu 2012
Lagakeppni Fsu fór fram í byrjun marsmánaðar og voru úrslitin kynnt rétt fyrir páska. Sjö nemendur sendu inn ellefu lög í keppnina. Dómnefnd var skipuð einvalaliði og í henni sátu: Ólafur Þórarinsson (Labbi) laga&textahöfundur, Jónas Sigurðsson laga&textahöfundur og Elín Una Jónsdóttir íslenskufræðingur. Veitt voru peningaverðlaun fyrir þrjú bestu lögin auk þess sem besti textinn var verðlaunaður með bók. Hollvarðasamtök FSu gáfu verðlaunaféð en Sunnlenska bókakaffið bókina og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Úrslit Lagakeppninnar voru eftirfarandi:
1. sæti Daði Freyr Pétursson með lagið Dettum niður
2. sæti Guðmundur Einar Vilbergsson með lagið Kisses Through the Night
3. sæti Alexander Freyr Olgeirsson með lagið Andvökunótt.
Besta textann, Þetta, átti Tómas Smári Guðmundsson.
Umsjónarmenn keppninnar voru: Guðmundur Björgvin Gylfason, Kristjana Hrund Bárðardóttir og Stefán Þorleifsson.
Á myndinni má sjá þá Alexander Frey Olgeirsson, Guðmund Einar Vilbergsson og Tómas Smára Guðmundsson. Á myndina vantar sigurvegarann Daða Frey Pétursson.
Hlusta má á sigurlagið hér.