Landskeppni í eðlisfræði
Fjórir nemendur FSu tóku nýverið þátt í landskeppni í eðlisfræði. Um 200 nemendur úr framhaldsskólum landsins taka árlega þátt í keppninni. Þeir sem standa sig best fá möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni sem fer fram helgina 25. til 25. mars og hljóta peningaverðlaun. Allt að fimm efstu nememendum úr þeirri keppni býðst að taka þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem fara fram í Tallin í Eistlandi 15. til 24. júlí næstkomandi. Þessir nemendur fá þjálfun og undirbúning í Háskóla Íslands bæði í fjarnámi og í skólanum sjálfum.
Þátttakendur frá FSu voru þau Bryndís Ósk Valdimarsdóttir, Gunnar Bjarki Hjörleifsson, Jakob Örn Guðnason og Laufey Rún Þorsteinsdóttir. Niðurstöður úr keppninni munu liggja fyrir við lok næsta mánaðar. Á myndinni má sjá einbeitta nemendur spreyta sig á eðlisfræðiþrautum.