Leikhúsferð

Fimmtudagskvöldið 15. janúar fóru nemendur og kennari í íslensku 643 í leikhúsferð. Fyrir valinu varð sýning Leikfélags Kópavogs á Skugga-Sveini. Hér er um að ræða nýstárlega leikgerð á þessu þjóðlega verki, í kúrekastíl. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttur sem hefur getið sér gott orð fyrir vandaðar og skapandi uppfærslur leikverka (t.d. Klaufa og kóngsdætur). Sjá nánar á vef Leikfélags Kópavogs.