Leiklestur í Bókakaffinu
Yfirskrift dagskrárinnar HREINSUN vísar til almennra þrifa og vorhreingerninga sem fram fara í þjóðfélaginu og um leið til hugtaks Aristótelesar [384-322 f. kr.] sem fyrstur vestrænna manna fjallaði um leiklist í riti sínu Um skáldskaparlistina. Aristóteles taldi skáldskapinn vera æðri sagnfræði og skyldari heimspeki vegna þess að skáldskapurinn tjáir fremur hið almenna en sagnfræðin hið einstaka. Um leið fullyrti hann að mikilvægi skáldskaparins fælist í því að koma jafnvægi á tilfinningalífið og þess vegna væri það hlutverk leiklistarinnar að vekja til jafns skelfingu og vorkunn í huga áhorfandans og framkalla með þeim hætti HREINSUN hugans.
Eins og áður sagði eru allir boðnir velkomnir. Með lestrinum verða boðnar til sölu veitingar að hætti Sunnlenska bókakaffisins.