LibreOffice - frítt ritvinnsluforrit
LibreOffice varð til haustið 2010 þegar flestir þeir sem unnið höfðu við OpenOffice-verkefnið sögðu skilið við umsjónaraðila og eiganda vörumerkisins Openoffice.org. Tilgangurinn var að hraða þróun hugbúnaðarins og losna undan áhrifum einhvers eins stórs styrktaraðila. Niðurstaðan varð stofnun The Document Foundationsem heldur utan um og stýrir þróun Libreoffice.
LibreOffice er byggt á sama kóðagrunni og OpenOffice, kóðinn hefur verið hreinsaður mjög mikið auk þess sem nokkuð miklu hefur verið bætt við og forritin betrumbætt. Virkni forritanna er þó ennþá í meginatriðum eins.
LibreOffice inniheldur ritvinnslu, töflureikni og glærugerðarforrit. Forritið er á íslensku og býður upp á íslenska villuleiðréttingu sem setja má upp sérstaklega. LibreOffice getur lesið og skrifað Word skjöl.