Lið í forritunarkeppnina

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fer fram 26.-27. mars nk. Eitt og hálft lið úr FSu fer í keppnina að þessu sinni. Annars vegar er lið Gísla Jóhannesar, Þorsteins Vigfússonar og Svans Þórs Sigurðssonar og hins vegar lið Þórunnar Óskar Rafnsdóttur (FSu) og Ragnheiðar Guðbrandsdóttur (MH). Bæði þessi lið fara í delta keppnina sem er fyrir byrjendur í forritun. Þá verða Jónatan Óskar Nilsson (nú Tækniskólinn áður FSu) og Gabríel Arthúr Pétursson (FSn) saman í liði í alfa deildinni, sem er sú erfiðasta, en þeir Jónatan og Gabríel unnu keppnina í fyrra ásamt Sigurði Fannari Vilhelmssyni (FSu). Nánar á forritun.is.