Lifnar við á Reykjum

Veðrið lék við alla er starfsfólk Reykja tók á móti nýjum nemendum Garðyrkjuskólans í gær, mánudaginn 26. ágúst. Nemendur voru boðnir velkomnir klukkan 9 um morguninn og fengu ýmsar upplýsingar um skólann og námið. Þá var boðið upp á nýbakaða skúffuköku í kaffinu í garðskálanum. Eftir kaffi héldu kynningar áfram, nemendur fengu leiðsögn um svæðið og tóku síðan þátt í ratleik. Þessi fyrsta vika er lotuvika en nemendur í fjarnámi mæta þrisvar yfir önnina í lotur. Þá er lögð áhersla á verklega kennslu eins og kostur er. Hér má finna nánari upplýsingar um garðyrkjunámið.