Litli forvarnarhópurinn
Forvarnarfulltrúi FSu, Íris Þórðardóttir fundar í hverjum mánuði með forvarnarnefnd Árborgar, öðru nafni litli forvarnarhópurinn. Á þessum fundum eru ýmis mál rædd tengd forvörnum á öllum skólastigum í Árborg, unnið að samþættingu forvarna og upplýsingaflæði milli skólastiga. Á myndinni má sjá forvarnarhópinn á síðasta fundi, neðri röð frá vinstri: Vilborg Magnúsdóttir fulltrúi lögreglu, Þóra Björk Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Sunnulækjarskóla, Kristbjörg Gísladóttir félagsmáladeild Árborgar, Anna þorsteinsdóttir forvarna- og tómstundafulltrúi Árborgar og Ragnar Ragnarsson skólasálfræðingur.
Efri röð frá vinstri Ásthildur Bjarnadóttir sérkennsluráðgjafi leikskóla, Arndís Tómasdóttir félagsráðgjafi, Íris Þórðardóttir forvarnarfulltrúi FSu, Þorsteinn Hjartarson fræðslustjóri, Þorvaldur H. Gunnarsson deildarstjóri efsta stigs í Vallarskóla, Magnús J. Magnússon skólastjóri BES og Bragi Bjarnason menninga- og frístundafulltrúi Árborgar.