Ljóð á vegg

Búið er að hengja upp ljóð eftir Gylfa Þorkelsson íslenskukennara á áberandi stað við hátíðarsal skólans. Ljóðið sem nefnist Fjallganga, samdi Gylfi í tilefni af 30 ára afmæli skólans 13. September 2011.

Á myndinni má sjá höfundinn hjá verki sínu og látum við ljóðið fylgja með hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjallganga

Hér yfir vakir Ingólfsfjall

með urðarskriður, hamrastall

og lyng og tæra lind.

Á efstu brúnum orðlaus finn,

að á ég hafið, jökulinn

og háan Heklutind.

 

Við hraunið sveigir Ölfusá

með iðuköstum, flóðavá

og góða laxagengd.

Þó brúin tákni mannsins mátt

þá mótar áin stórt og smátt,

vort líf í bráð og lengd.

 

Get Suðurfjórðung faðmað hér,

á flug með hröfnum kominn er,

ef tylli mér á tær,

um sögufrægar sýslur þrjár

með sanda, hveri, jökulár

og byggðarbólin kær.

 

Nú grípur augað glæsihöll,

við gula litinn þekkjum öll,

þar fjöldinn allur fær

að þroska bæði hug og hönd

og hnýta lífsins vinabönd.

Þar héraðshjartað slær.