Ljósmyndamaraþon
22.02.2014
Á kátum dögum verður ljósmyndamaraþon haldið í FSu. Viðfangsefnið að þessu sinni er sjálfbært samfélag og á hver þátttakandi að skila 4 myndum þar sem er horft til þeirra þriggja grunnþátta sjálfbærni. Í fyrsta lagi sjálfbærni sem heild, síðan samfélagslegrar og efahagslegar sjálfbærni og að lokum sjálfbærrar náttúru. Veitt verða vegleg verðlaun í aðalvinning, þ.e. fyrir bestu myndaröðina um viðfangsefnin fjögur og einnig verða aukaverðlaun fyrir bestu mynd í hverjum flokki. Tölvu og rafeindaþjónusta Suðurlands, gefur glæsilega myndavél í fyrstu verðlaun, Canon EOS 1100D.
Þeir sem vilja taka þátt er bent á auglýsingu í Odda, sjá einig hér.