Ljósmyndasýning hönnunardeildar
16.12.2017
Nemendur í þriðja þreps áfanga í fatahönnun, HÖNN3FH05, hafa sett upp ljósmyndasýningu við anddyri Odda, en sýningin er hluti af lokaverkefni áfangans. Metnaðarfullar, flóknar og vandaðar flíkur voru hannaðar og þróaðar með prufuflíkum og að lokum framleiddar og myndaðar. Hver nemandi útbjó persónulegt veggspjald, þar sem sjá má ýmsar hliðar á hönnunarferlinu, ásamt ljósmyndum.
Sýningarvinna, þ.e. vinnuframlag við að hanna og setja upp sýningu gildir 10% af heildareinkunn allra áfanga í hönnun hér í FSu.Sýninguna má skoða á skrifstofutíma FSu, til og með 15. janúar 2018.
Kennarar í HÖNN-áföngum Hönnunardeildar FSu eru Guðbjörg Bergsveinsdóttir og Helga Jóhannesdóttir.
Fleiri myndir af sýningunni má finna á fésbókarsíðu skólans.