Lok haustannar - upphaf vorannar
17.12.2014
Föstudaginn 19. desember er brautskráning við skólann og hefst hún kl.14. Boðið verður upp á kaffi eftir athöfn.
Skrifstofa skólans verður lokuð 22. desember, en opnar aftur mánudaginn 29. desember kl. 9.00 - einnig verður skrifstofan opin þriðjudaginn 30.desember til kl.15.
Skrifstofa skólans opnar á nýju ári föstudaginn 2. janúar kl. 10.
Upphaf vorannar breytist lítið eitt miðað við skóladagatal.
Töflubreytingar vegna vorannar verða miðvikudaginn 7. janúar og hefjast kl.9.00. Aðeins er hægt að breyta töflum þennan eina dag.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu kl.8.15 fimmtudaginn 8. janúar.