Lokavaldagur fyrir vorönn 2021
Umsjónar- og bragakennarar verða til aðstoðar á milli klukkan 10:25 og 12:20 og um að gera að hafa samband við þá ef spurningar vakna.
Öll gögn sem varða valið má finna á heimasíðu skólans undir Námið - Nám í FSu. Þar eru m.a.:
Val í Innu/leiðbeiningar
https://www.fsu.is/static/files/pdf/afangastjori/H18/ad-skra-val-i-nyju-innu.pdf
Áfangar í boði á vorönn 2021
https://www.fsu.is/static/files/pdf/afangastjori/V21/afangar-i-bodi-v21.pdf
Leiðbeiningar vegna vals í kjarnagreinum
Áætlun um áfangaframboð
https://www.fsu.is/static/files/pdf/afangastjori/V21/aaetlun-um-afangaframbod.pdf
Mikilvægt er að þið vistið valið ykkar áður en þið staðfestið svo það í lokin. Óstaðfestu vali verður eytt úr Innu.
Þeir nemendur sem ekki ætla að vera í skólanum á næstu önn þurfa að láta umsjónarkennara sína vita af því.
Útskriftarefni
Þeim sem hyggjast útskrifast næsta vor er bent á að skrá sig í útskriftarhópinn með því að velja áfangann ÚTSK1ÚT00. Útskriftarefnum sem eiga í vanda með valið er bent á að senda tölvupóst á áfangastjóra. Þið eruð beðin um að sýna þolinmæði ef mikið berst af pósti.
Mikilvægt er að hafa eftirfarandi í huga við val.
-Fullt nám er ca. 30-34 einingar. Nemendur í fullu námi ættu að velja 6-7 áfanga í aðalval.
-Nemendur þurfa að velja 3-5 áfanga í varaval. Of lítið varaval getur orðið til þess að nemandi fær of fáa áfanga í töflu.
-Val nemenda verður að vera staðfest.Staðfest val er auðkennt með “V” í miðstafnum (SAGA2YA05 SV1) aftan við áfangaheitið, en óstaðfest val með “Á”.
Nemendur sem þurfa aðstoð við val skulu leita til umsjónarkennara/bragakennara.
Einnig geta nemendur fengið aðstoð með því að senda póst á náms- og starfsráðgjafa.
Áfangastjóri