MAÐKURINN OG LIRFAN

Nemendur í leiklistaráfanga tóku þátt í Þjóðleik á Suðurlandi 6. maí síðastliðinn með sýningu á verkinu Maðkurinn og lirfan eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Sýningin gekk vonum framar en sýnt var í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Verkefnið er haldið að frumkvæði Þjóðleikhússins í góðu samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og fjölda annarra aðila. Viðurkennd leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Í hverjum landshluta fer fram lokahátíð að vori þar sem allar sýningarnar eru sýndar. 

Hópurinn lagði mikið á sig til að æfa þegar nær dró frumsýningu og mættu nemendur á æfingar utan skólatíma. Hópurinn vann í góðu samstarfi við Leikfélag Selfoss sem veitir hópnum aðgang að húsnæði sínu og aðstoðaði við tæknivinnu, ljós og hljóð. 

guð / jöz