Magdalena vann

Madalena Eldey sigraði söngkeppni FSu 2017. Ljósmynd - sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Madalena Eldey sigraði söngkeppni FSu 2017. Ljósmynd - sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Magdalena Eldey Þórsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni FSu sem haldin var í Iðu fimmtudaginn 9. nóvember, en hún flutti Amy Winehouse lagið Back to black. Í öðru sæti varð Aldís Elva Róbertsdóttir með lagið Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson og í þriðja sæti varð Kristrún Ósk Baldursdóttir með lagið Uncovered. Verðlaun fyrir besta sviðframkomu hlaut Kolbrún Katla Jónsdóttir. Tíu atriði voru á dagskrá og vantar greinilega ekkert upp á sönghæfileika í nemendahópi FSu.

Andrúmsloftið á keppninni var sem göldrum líkast þar sem Harry Potter og félagar voru innblástur fyrir umgjörð keppninnar að þessu sinni.

Ljósmynd: - sunnlenska.is/Guðmundur Karl