Málstofa sjúkraliðabrautar
29.04.2010
Málstofa Sjúkraliðabrautar var haldin miðvikudaginn 28. apríl. Þar fluttu sextán nemendur brautarinnar erindi um fjölbreytt viðfangsefni heilbrigðiskerfisins: Leghálskrabbamein, beinþynningu, Down´s heilkenni, Prader- Willi´s heilkenni, áhrif hreyfingar á andlega líðan, sykursýki barna og unglinga, geðklofa, átraskanir, kransæðastíflur, alzheimer, slitgigt, kæfisvefn, einhverfu, áverka á börnum, lungnakrabbamein og ristilkrabbamein. Allir kynntu nemarnir verkefnin með glæsibrag og fengu (h)rós að launum í lokin.