Málstofa um næringu
Þær Sólrún og Fanney Stefánsdætur, matráðskonur í mötuneyti starfsmanna og nemenda, sóttu nýlega málstofu í Háskólanum á Akureyri um næringu í tengslum við Heilsueflandi framhaldsskóla. Rektor HA opnaði málstofuna með ræðu um heilsu og hollt mataræði. Því næst var erindi um matarframboð í framhaldsskólum, ráðleggingar um mataræði, hráefnaval og matseðlagerð. Þar fóru næringarfræðingar yfir helstu hollustuvörur og hvernig væri hægt að gefa þeim meira rými og sýnileika í afgreiðslu. Farið var vel yfir innihladslýsingar á mjólkurvörum, brauði, sætabrauði og drykkjum ýmiskonar. Mælt var með að unnar kjötvörur, saltar og reyktar væru hafðar í lágmarki og að frekar væri horft til ferskrar vöru.
Að erindi loknu unnu fundarmenn í hópum og fóru yfir gátlista um næringu og ræddu málin, báru saman bækur og skiptust á skoðunum. Voru allir sammála um gildi þess að hittast og fara yfir málin og skiptast á hugmyndum.