Málþing um óboðna gesti í garð- og skógrækt á Íslandi.
Undanfarin ár hefur þó nokkur fjöldi nýrra meindýra og sjúkdóma gert usla í íslenskum görðum, sem og trjárækt og skógrækt víða um land. Á málþinginu, sem haldið var þann 13. október, var farið yfir núverandi stöðu mála og viðbrögð við þessum vágestum í ræktuninni.
Tveir helstu sérfræðingar landsins, þau Halldór Sverrisson og Brynja Hrafnkelsdóttir, komu með innlegg og kynningu á þessum nýju gestum sem orðnir eru alræmdir meðal ræktunarfólks. Bryndís Björk Reynisdóttir kennari við FSu/Garðyrkjuskólann var síðan með fræðslu hvað helst er hægt að gera til að verjast þessum gestum. Í lokin voru umræður og fyrirspurnir sem reyndust einkar gagnlegar.
Á þingið mættu rúmlega 70 manns bæði fagmenn og áhugafólk. Flestir gamlir Reykjanemendur og allir mjög hamingjusamir að hittast aftur og læra saman eftir allt of langt hlé. Ekki spilltu fyrir veglegar veitingar sem Jóhann matráður galdraði fram af mikilli snilli.