Menningarferð í LKN
27.03.2009
Fimmtudaginn 26. mars fóru um 80 nemendur í LKN með 7 kennurum í hina hefðbundnu Menningarferð til Reykjavíkur. Farið var í Alþingi, á Þjóðminjasafnið, í Listasafn Reykjavíkur, á miðbæjar- og Kringlurölt, og loks í Borgarleikhúsið þar sem Milljarðamærin réði ríkjum. Að auki fékk hópurinn að sjá örleikrit um málefni Gaza og kynntist vinnulagi veggjakrotara í höfuðborginni.