Menningarferð LKN
09.04.2010
Fimmtudaginn 8. apríl var dagur hinnar víðfrægu menningarferðar í lífsleikni. Í ferðina fór 121 nemandi ásamt kennurum. Haldið var til Reykjavíkur um kl. 12 á þremur grænum rútum og eftirtaldar stofnanir heimsóttar: Alþingi, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, Hitt húsið og Þjóðmenningarhúsið. Eftir kaffitíma í miðbænum var haldið í Kringluna til orkuöflunar og loks í Borgarleikhúsið þar sem fólk upplifði Gauragang. Ferðin gekk vel og allir voru sjálfum sér og skólanum til sóma.