Menntaþing í Gunnarsholti
14.03.2011
Menntaþing á vegum SASS var haldið í Gunnarsholti 4. mars sl. Þótti það heppnast ákaflega vel og voru þátttakendur um 80 talsins. Örlygur Karlsson skólameistari og Ragnheiður Ísaksdóttir námsferilsstjóri sóttu þingið fyrir FSu. Þórunn Jóna Hauksdóttir flutti áhugavert erindi um Samfellu í námi á mörkum grunn- og framhaldsskóla. Að loknum fyrirlestrum var þátttakendum skipt upp í hópa og fengu hóparnir þrjár spurningar til þess að svara. Nánari upplýsingar er að finna á sudurland.is.