Mér er orðið ljóst...
30.01.2009
Í Jónasarstiganum á bókasafni FSu stendur nú yfir sýning á ýmsu safnefni sem eflir sjálfsmyndina, bjartsýni og trú á framtíðina.
Ýmis spakmæli sem vakin er athygli á voru sótt í bókina Orðið ljóst, svo sem: -Mér er orðið ljóst að ég þarf ekki alltaf að vera fullkomin til að fjölskylda mín elski mig. - Mér er orðið ljóst að góð tilfinning verður enn betri ef maður deilir henni með öðrum. - Mér er orðið ljóst að veðrið er alltaf gott í prófum. - Mér er orðið ljóst að aldrei er hægt að eiga of marga vini.
Öllum má því ljóst vera að nú missir enginn fótanna í stiga Jónasar.