Miðasala á jólatónleika
08.12.2010
Miðasala á jólatónleika kórs FSu er nú hafin. Hægt er að nálgast miða í forsölu hjá Stefáni kórstjóra, kórmeðlimum, í Jólagarði Árborgar um helgar og hjá Veru Valgarðsdóttur. Miðaverðið er 2000 krónur í forsölu, annars 2500. Tónleikarnir verða sunnudaginn 19. desember kl. 20 í sal skólans. Einsöngvari með kórnum verður Hlín Pétursdóttir sópransöngkona og trompetleikari Ása Berglind Hjálmarsdóttir. Kynnir á tónleikunum er Anna Árnadóttir.