Módel óskast
31.08.2017
Módel óskast!
Myndlistarbrautin í Fjölbrautaskóla Suðurlands býður upp á nýjan áfanga á 3. Þrepi. Í áfanganum sem ber heitið Maður og efni er fengist við mannslíkamann, standandi, liggjandi, sitjandi og í alls konar stellingum. Þar af leiðandi óskum við eftir að ráða módel til að sitja fyrir nakið í þessum áfanga MYND3ME05. Við leitum að líflegri manneskju, karli eða konu sem er tilbúin í allskonar hreyfingar og stöður. Tímabilið sem um ræðir er september og október, tímar eru háðir stundatöflu og eftir samkomulagi, 16 klukkustundir í allt.
Áhugasamir hafið samband við undirritaða.
Sími: 8987937
Tölvupóstur elisahelga@gmail.com
Eða mæta á svæði myndlistardeildar í stofu 301 í Odda
Elísabet H. Harðardóttir
Myndlistarkennari í F.Su.