Nemendur í útivistaráfanganum fóru í sína fyrstu fjallgöngu nú á dögunum. Gengið var á Mosfell í Grímsnesi. Auk þess að ganga á fellið gafst tækifæri til að tína upp í sig gómsæt bláber.
Á myndunum má sjá göngugarpana og bláberin góðu.