Mottufaraldur í FSu

Eins og kunnugt er stendur nú yfir þjóðarátak gegn krabbameini. Að þessu sinni er athyglinni beint að körlunum og nefnist átakið Mottumars. Kennarar í FSu láta ekki sitt eftir liggja og hafa nú allnokkrir komið sér upp ræktarlegri mottu til áheita af þessu tilefni. Til að hvetja þá til dáða bakaði Agnes Snorradóttir áróðursköku sem afhjúpuð var í morgunkaffinu föstudaginn 12. mars. Aðdáendum andlitsfríðra kennara til huggunar má geta þess að átakið stendur aðeins út þennan mánuð.