Músíkfestival
01.10.2010
Þessa viku (39. viku) hefur staðið yfir tónlistarhátíð (músíkfestival) í skólanum á vegum skemmtinefndar NFSu. Allnokkrir tónlistarmenn hafa troðið upp í miðrýminu í frímínútum og hádegishléum þessa daga og skemmt viðstöddum. Sem dæmi má nefna að ein djasssveit lék og söng, nokkrir trúbadúrar tjáðu sig með söng og hljóðfæraslætti og að minnsta kosti ein rokksveit lét í sér heyra. Þetta er góð hefð sem gjarnan mætti grípa til oftar því frambærilegt tónlistarfólk innan skólans er mun fleira en þarna kom fram.